Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að sáttmáli ESB um grundvallarréttindi - 684 svör fundust
Niðurstöður

Hvar finn ég íslenska þýðingu á helstu hugtökum ESB?

Þýðingar á hugtökum tengdum Evrópusambandinu er einna helst að finna á heimasíðu Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Þá var orðasafninu Alþjóðastjórnmál og stjórnmálafræði nýverið bætt við orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Heildarútgáfa orðasafnsins verður gerð aðgengileg á pdf-formi í október 2011. Þessu til...

Er beinagrind Evrópuvefjarins búin til af starfsmönnum ESB og er hún, að efni til, svipuð og í öðrum löndum sem hafa hafið umsóknarferli að ESB?

Evrópuvefurinn (EV) er alfarið rekinn fyrir fjármagn frá Alþingi. Utanríkismálanefnd þess átti frumkvæðið að samningum um verkefnið. Forsætisnefnd þingsins kom einnig að málinu en embættismenn þingsins sáu um gerð þjónustusamnings við Vísindavef Háskóla Íslands. Samkvæmt samningnum er "tilgangur [Evrópuvefsins] að...

Varnarmálastofnun Evrópu

Varnarmálastofnun Evrópu (e. European Defence Agency) var stofnuð árið 2004 og hefur aðsetur í Brussel í Belgíu. Hún er liður í sameiginlegri stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum og hefur það hlutverk að: þróa varnarbúnað og getu til hættustjórnunar, auka rannsóknir og tækniþekkingu á sviði öryggis- og varnarmál...

Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi?

Sameining Evrópu hefur oft verið á dagskrá í aldanna rás, oftast sem hugmynd en næst veruleikanum komst hún í Rómaveldi. Á síðari tímum má helst líta á Evrópusambandið sem tilraun til að stofna evrópskt stórríki og sumir halda því fram að það stefni í þá átt. En lítill áhugi virðist vera á slíku bæði hjá evrópskum...

Stjórnmála- og öryggisnefndin

Stjórnmála- og öryggisnefnd Evrópusambandsins (e. Political and Security Committee, PSC) var komið á fót með ákvörðun ráðsins (2001/78/CFSP) árið 2001 í þeim tilgangi að fylgjast með ástandi alþjóðamála á þeim sviðum sem sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum tekur til. Nefndin hefur aðsetur í Brussel og ...

Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?

Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...

Vinnuhópur ráðgjafa í utanríkismálum

Vinnuhópur ráðgjafa í utanríkismálum (fr. Groupe des conseillers pour les relations extérieures, RELEX) starfar undir ráði Evrópusambandsins og fæst við lagaleg, stofnanaleg og fjárhagsleg atriði sem tengjast framkvæmd sameiginlegu stefnu sambandsins í utanríkis- og öryggismálum. Vinnuhópurinn samanstendur af 28 r...

Hvernig mun verð á nýjum bílum breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu?

Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu mun verð á bílum líklega hækka um nálægt 5% að meðaltali. Stórir bílar, jeppar og pallbílar, sem notið hafa vinsælda á Íslandi, eru einkum fluttir inn frá Asíu og Bandaríkjunum og mundu því bera 10% toll eftir aðild. Flestir litlir bílar eru hins vegar fluttir inn frá aði...

Hvernig hefur samningnum um stöðugleika og vöxt verið breytt í kjölfar ríkisfjármálakreppunnar á evrusvæðinu?

Breytingar á samningnum um stöðugleika og vöxt (e. Stability and Growth Pact, SGP) er annar helsti liðurinn í áætlun Evrópusambandsins um að auka samræmingu í ríkisfjármálum aðildarríkjanna og koma í veg fyrir aðra ríkisfjármálakreppu. Með gildistöku svonefnds umbótapakka (e. Six-Pack) í desember 2011 voru innleid...

Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?

Ísland er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn frá árinu 1994. Með innri markaði er átt við frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og fólki. Íslandi ber að fylgja samkeppnisreglum ESB, nema í sjávarútvegi og landbúnaði. Þar á meðal er bann við ríkisstyrkjum sem geta haft áhrif á við...

Hvernig berið þið saman núverandi landbúnað á Íslandi og í ESB?

Aðstæður til búskapar hér á landi eru að ýmsu leyti öðruvísi en í löndum ESB. Til dæmis má nefna sólargang, loftslag, gróðurfar og mikið óbyggilegt hálendi. Sumarbeit húsdýra er skammvinn, þörf er á mikilli heyöflun sem var lengi vel vinnufrek, kornrækt er erfið en skilyrðin þó batnandi, leggja þarf meira í útihús...

Stækkun

Stækkun (e. enlargement) er haft um þá stefnu ESB að fjölga aðildarríkjum og færa þannig út kvíarnar. Í Kola- og stálbandalaginu frá 1952 og Efnahagsbandalagi Evrópu frá 1957 voru stofnríkin sex en nú eru ríki ESB 27 talsins. Frá sjónarmiði fyrri aðildarríkja er tilgangur stækkunar meðal annars sá að stuðla að fri...

Starfsmannadómstóll Evrópusambandsins

Starfsmannadómstóll Evrópusambandsins (e. Civil Service Tribunal) leysir ágreininga milli starfsmanna og stofnana eða deilda Evrópusambandsins. Dómstólnum var komið á fót árið 2005 og hefur hann aðsetur í Lúxemborg. Dómstólinn skipa sjö dómarar sem tilnefndir eru af ráðinu. Hver dómari gegnir embættinu í sex á...

Er rétt að ekki sé leyfilegt að vera á stærri dekkjum en 35" í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að stórir hjólbarðar, sem ætlaðir eru til aksturs utan vega eða í einhvers konar torfæru, verði bannaðir ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur. Tvær ástæður eru fyrir þessu. Sú fyrri er að engar sameiginlegar reglur virðast gilda um stærðartakmarkanir á hjólbörðum innan s...

Valdheimildir

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa veitt sambandinu valdheimildir á tilteknum sviðum til að ná sameiginlegum markmiðum. Í þessum tilgangi hafa ríkin framselt stofnunum sambandsins hluta fullveldis síns. Valdmörk sambandsins ráðast af meginreglunni um veittar valdheimildir. Samkvæmt henni skal sambandið aðeins aðha...

Leita aftur: